Fara beint í efnið

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Sótt er um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk með stafrænni umsókn á netinu. Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að fylla út umsóknina, sjá upplýsingar um afgreiðslustaði rafrænna skilríkja.

Ekki þarf að klára umsóknina í einni lotu, hægt er að gera hlé á útfyllingu og halda áfram þegar hentar innan næstu 60 daga.

Fyrir hvern er umsóknin

Þessi umsókn er aðeins fyrir endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk. Flóttafólk er fólk sem hefur fengið veitta alþjóðlega vernd eða viðbótarvernd á Íslandi.

Fyrir hvern er umsóknin ekki

Þessi umsókn er ekki fyrir handhafa dvalarleyfis af mannúðarástæðum eða annarra dvalarleyfa. Þeir sækja um endurnýjun leyfis með þessari umsókn.

Þessi umsókn er heldur ekki fyrir þá sem hafa fengið mannúðarleyfi á Íslandi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu, sjá nánar hér.

Kostnaður

Ekkert gjald er tekið fyrir umsókn um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Ferli

Þú þarft að sækja um endurnýjun dvalarleyfis innan gildistíma núverandi leyfis. Vinsamlegast ekki senda inn umsókn um endurnýjun þegar meira en tveir mánuðir eru eftir af gildistíma núverandi leyfis.

Afgreiðslutími endurnýjunar er að hámarki 90 dagar frá því að fullnægjandi gögn hafa borist, nema um flóknari umsóknir sé að ræða sem þarfnast frekari vinnslu. Ef þú sendir fullnægjandi fylgigögn með umsókn tekur vinnsla umsóknar almennt styttri tíma.

Ef þú uppfyllir áfram skilyrði dvalarleyfis er það endurnýjað. Eftir að þú færð svar þarftu að mæta í myndatöku, í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanna utan höfuðborgarsvæðis. Mundu eftir vegabréfinu þínu til að sanna hver þú ert.

Framleiðsla dvalarleyfiskorts tekur að jafnaði um 10 daga. Þú færð sent sms þegar kortið er tilbúið til afhendingar í afgreiðslu Útlendingastofnunar að Dalvegi 18. Ef þú vilt heldur sækja kortið á skrifstofu sýslumannsembættis utan höfuðborgarsvæðisins skaltu taka það fram þegar þú mætir í myndatöku.

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun