Fara beint í efnið

23. maí 2023

Tilkynning um eigendaskipti ökutækja á Ísland.is

Nánast allt sem þú þarft tengt ökutækinu þínu er nú komið á Ísland.is. Allt frá ökunámi til eigendaskipta ökutækis.

ung_kona_undir_styri

Nú hafa tilkynningar um eigendaskipti ökutækja og meðeigenda ökutækja flust yfir á Ísland.is. Ferlið er að fullu stafrænt, hefur verið endurbætt og er nú mun notendavænna en áður.

Tilkynnt er um eigendaskipti ökutækis á island.is og þarf það að gerast innan 7 daga frá sölu. Ferlið er eftirfarandi:

  1. Seljandi fyllir út tilkynninguna og greiðir fyrir skráningu.

  2. Kaupandi/meðeigandi/umráðamaður undirritar tilkynninguna rafrænt.

  3. Eigandaskiptin eru sjálfkrafa skráð í ökutækjaskrá.

Áður en eigendaskipti eru tilkynnt er mikilvægt að kanna stöðu ökutækisins með tilliti til veðbanda, tjónaferils og fleiri atriða sem útlistað er í grein um kaup og sölu ökutækis.

Á Mínum síðum Íslands.is og í Ísland.is appinu er einnig að finna helstu upplýsingar um ökutæki á borð við eigin þyngd, þyngd eftirvagna, hversu mikið bíllinn má draga ásamt upplýsingum um hvers kyns ökuréttindi maður er með.

Nánari upplýsingar má finna á Ísland.is.