Fara beint í efnið

Réttindi og skyldur

Einstaklingar búa að ákveðnum réttindum og skyldum í samfélaginu.

Réttindi og skyldur einstaklinga eru skýr samkvæmt lögum frá fæðingu til andláts. Réttindi segja til um hvers einstaklingur getur krafist af samfélaginu, en skyldur segja til um hvaða kröfur samfélagið getur gert til einstaklings.

Að fæðast

Barn fætt á Íslandi fær úthlutað kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Kennitala auðkennir einstakling í öllum samskiptum við opinbera þjónustu. Það er skylda að gefa barni nafn innan sex mánuða frá fæðingu. 

Fæðingarorlof er fyrir foreldra. Réttur til fæðingarorlofs getur verið mismunandi eftir því hvort foreldri er á vinnumarkaði, í námi eða utan vinnumarkaðar. Hér er hægt að sækja stafrænt um fæðingarorlof þar sem ferlið sækir sjálfkrafa öll þau gögn sem þurfa að fylgja umsókninni.

Barn

Foreldrum ber skylda til þess að framfæra barn sitt þar til það hefur náð 18 ára aldri. Skal framfærslu hagað með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Meðlag eru reglubundnar greiðslur umgengnisforeldris til lögheimilisforeldris vegna framfærslu barns.

Leikskóli er fyrsta skólastig og er ætlað börnum undir skólaskyldualdri, það er undir 6 ára aldri. Leikskóli er ætlaður öllum börnum, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu eða trú.  Foreldrar sækja um leikskóladvöl fyrir barn sitt í því sveitarfélagi þar sem barnið er skráð með lögheimili.

6 ára

Grunnskóli er annað skólastig og er tíu ára skóli samkvæmt lögum. Skólaskylda hefst við 6 ára aldur og heldur þangað til einstaklingur verður 16 ára gamall. Foreldrum er skylt að innrita börn sín í grunnskóla og sjá til þess að þau stundi námið. Sveitarfélögum er skylt að sjá öllum börnum og unglingum 6 - 16 ára fyrir grunnskólavist.

Þátttaka barna og unglinga í skipulögðu og ábyrgu frístundastarfi hefur sýnt fram á forvarnargildi og líkamlega og andlega vellíðan. Sveitarfélög hafa umsjón með úthlutun frístundastyrkja fyrir frístundastarf barna og unglinga.

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu á tannlækningum fyrir börn og unglinga upp að 18 ára aldri. Greiða þarf árlegt komugjald 2.500 krónur. 

Störf barna og unglinga

  • barn sem er yngra en 13 ára má taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi, en ekki til annarra starfa.

  • unglingur á aldrinum 13 - 14 ára má ráða sig í starf af léttara tagi en ekki starf sem telst hættulegt eða líkamlega mjög erfitt.

  • unglingur á aldrinum 13 - 15 ára má ráða sig í sumarstarf. Flest stærri sveitarfélög reka vinnuskóla eða unglingavinnu á sumrin.

  • unglingur á aldrinum 15 - 17 ára má vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag ef hann er í skyldunámi, annars 8 klst. á dag.

15 ára

Þegar unglingur nær 15 ára aldri verður hann sjálfstæður aðili barnaverndarmáls. Unglingur getur talist sakhæfur 15 ára gamall sem þýðir að það má refsa honum ef hann fremur afbrot. 

Unglingur sem orðinn er 15 ára getur sótt um réttindi til að keyra létt bifhjól eins og vespu eða skellinöðru með hámarkshraða 45 km/klst. 

16 ára

Við 16 ára aldur lýkur skólaskyldu í grunnskóla og þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi geta sótt um að hefja nám í framhaldsskóla. Nám í framhaldsskóla er ekki skylda en samkvæmt lögum er fræðsluskylda til 18 ára aldurs.

Árið sem unglingur verður 16 ár ber honum að greiða skatt af launum sem hann aflar sér. 16 ára og eldri sem eru heimilisföst á Íslandi eiga rétt á persónuafslætti. Unglingur byrjar að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16. ára afmælisdaginn. Nánar um að fara út á vinnumarkaðinn.

Unglingur sem orðinn er 16 ára telst sjálfstæður þjónustuþegi heilbrigðiskerfisins. Hann getur leitað ráðgjaf­ar hjá heil­brigðis­starfs­fólki án vit­und­ar eða samþykk­is for­eldra. 16 ára unglingur getur ákveðið sjálfur hvort hann vill ganga í trúfélag eða segja sig úr því.

Unglingur sem orðinn er 16 ára getur hafið ökunám til bílprófs hjá löggiltum ökukennara. Löggiltur ökukennari metur hvort og hvenær viðkomandi nemandi er tilbúinn til að hefja æfingaakstur með leiðbeinanda og staðfestir það í ökunámsbók. Leiðbeinandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þá getur 16 ára unglingur einnig tekið próf á dráttarvél. 

17 ára 

Bílprófsaldur er 17 ára og bílpróf getur farið fram þegar nemandi hefur fengið námsheimild hjá sýslumanni og löggiltur ökukennari hefur staðfest að fullnægjandi ökunám hafi farið fram.

18 ára

Einstaklingur verður lögráða 18 ára gamall sem felst í því að vera bæði sjálfráða og fjárráða. Sjálfræði felur í sér réttinn til að ráða sjálfur persónulegum högum sínum, öðrum en fjármálum. Fjárræði felur í sér réttinn til að ráða sjálfur fjármálum sínum. Einstaklingar á aldrinum 18 - 20 ára sem stunda nám eða eru í starfsþjálfun geta sótt um menntunarframlag frá foreldrum sínum.

Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi sem hafa náð 18 ára aldri mega kjósa í alþingiskosningu, forsetakosningu og þjóðaratkvæðagreiðslu. Sveitarstjórnarkosning er einnig heimil en hún byggir á lögheimili viðkomandi einstaklings.  

Eitt af skilyrðum fyrir hjónavígslu er að hjónaefni hafi náð 18 ára aldri. Áður en tveir einstaklingar eru gefnir saman í hjónaband þarf að fara fram könnun á því hvort skilyrði til hjónavígslu séu uppfyllt. Við stofnun hjúskapar myndast ákveðin réttaráhrif, við hjúskap myndast erfðaréttur, þá er persónuafsláttur millifæranlegur milli hjóna ásamt því að hjón telja fram til skatts

Við 18 ára aldur gefst kostur á að en þar er átt við réttindi til aksturs bifreiða umfram það sem fellur undir fyrsta bílpróf.

20 ára 

Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.

:

  • 20 ára gefst kostur á að auka ökuréttindi með akstri fólks- og sendibifreiðar í atvinnuskyni. 

  • 21 árs gefst kostur á að auka ökuréttindi með akstri vörubíls, lítillar rútu eða vagns.

  • 23 ára gefst kostur á að auka ökuréttindi með akstri stórrar rútu og eftirvagns.

35 ára 

Hver sé einstaklingur sem er 35 ára gamall og fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrði getur boðið sig fram til forseta. 

Lifsvidburdir Rettindi og skyldur-Medium W888 60-70ara-no grid

60 ára

Við 60 ára aldur er heimilt að fá sem eina fjárhæð eða greitt út á nokkrum árum. Skattur er greiddur við útgreiðslu.

65 ára

Við 65 ára aldur má sækja um ellilífeyri og tengdar greiðslur til Tryggingastofnunar ríkisins. Þeir sem hafa átt lögheimili á Íslandi í minnst þrjú ár gætu átt einhvern rétt á ellilífeyri.

67 ára

Almennur lífeyristökualdur miðast við 67 ára aldur og nauðsynlegt er að sækja um að útborgun hefjist. Sótt er um hjá Tryggingastofnun ríkisins og hjá einum lífeyrissjóði, ef það á við.

70 ára

Almenn ökuréttindi þarf að endurnýja við 70 ára aldur. Nýja ökuskírteinið gildir í 5 ár ef það er endurnýjað fyrir 70 ára afmælisdaginn. Annars gildir það í fjögur ár. Eftir þarf að endurnýja það reglulega og á árs fresti eftir 80 ára aldur. 

Við andlát

Við andlát ættingja og vina verða þáttaskil sem marka spor í líf fólks.