Fara beint í efnið

Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Forgangsréttur

Í umsóknarferlinu má óska eftir forgangsrétti til að kaupa eða leigja húsnæðið aftur af Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. Rétturinn gildir til 1.mars 2027.

Forgangsréttur

Forgangsréttur er þrenns konar. Hægt er að afþakka réttinn eða velja einn, tvo eða alla kosti.

Kaupréttur

Kaupréttur veitir þér rétt til að kaupa húsnæðið aftur að fullu hvenær sem er á gildistímanum. Þú getur farið fram á það við félagið að gengið verði til kaupsamningsgerðar.

Kaupverð nemur 95% af skráðu brunabótamati þegar kaupréttur er nýttur nema sérstök rök séu til lækkunar.

Það þýðir að ef félagið fær og samþykkir kauptilboð í húsnæðið á gildistímanum þá verður þér tilkynnt um það og þér boðið að nýta kaupréttinn. Svara þarf tilboði innan 15 daga. Ef þú kýst að nýta ekki kaupréttinn þá fellur forgangsrétturinn þar með niður.

Forkaupsréttur

Forkaupsréttur veitir þér rétt til að ganga inn í kaup annars aðila á húsnæðinu.

Það þýðir að ef félagið fær og samþykkir kauptilboð í húsnæðið á gildistímanum þá verður þér boðið að nýta forkaupsréttinni og kaupa fasteignina að fullu á því verði og með þeim skilmálum sem um ræðir. Svara þarf tilboði innan 15 daga. Ef þú kýst að nýta ekki forkaupsréttinn fellur forgangsrétturinn þar með niður.

Forleiguréttur

Forleiguréttur felur í sér að þú hafir forgang í að leigja húsnæðið ef félagið kýs að setja það í útleigu.

Félagið mun þá bjóða þér að nýta réttinn og leigja húsnæðið á því leiguverði og með þeim leiguskilmálum sem tilgreindir verða í tilboðinu. Svara þarf tilboði innan 15 daga. Ef tilboði er synjað eða ekki svarað er félaginu heimilt að leigja húsnæðið til annars aðila.

Þó þú kjósir að nýta ekki forleiguréttinn einu sinni getur þú nýtt hann ef húsnæðið verður sett í útleigu síðar á gildistímanum.

Við sölu húsnæðis fellur forleigurétturinn niður.

Skilyrði

  • Rétturinn gildir til 1.mars 2027. Ákvörðun um framlenging forgangsréttar verður tekin fyrir 1.mars 2026.

  • Forgangsrétturinn er ekki framseljanlegur til annarra. Skylduerfingjar munu þó erfa réttinn við andlát seljanda.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15